föstudagur, júní 06, 2008

Bikarkeppnin

Til að hafa það á hreinu þá var ég ekki staddur í höfðustöðvum KSÍ þegar dregið var 32-liða úrslit í VISA bikarkeppninni. Við létum okkur nægja leikinn við Berserki, B-lið Víkings R. Mættum á Grundarfjarðarvöll, lentum 0:1 undir eftir 3 mínútur eða svo og það kom smá hnútur í magann á karlinum og rifjaði upp í huganum að einhver leikur fór 17:0 í sömu keppni deginum áður. Spýtum samt í og staðan í hálfleik 0:1. Gerðum hið óvænta, jöfnuðum leikinn um miðjan seinni hálfleik og maður sá Vodafonevöllinn í hillingum í næstu umferð. Okkur var þó kippt niður jafnsnöggt og við komust upp í skýin, tvö mörk í bakið á næstu mínútum og tvö í lokin þegar þolið var búið. 1:5 tap, fullstórt en maður gekk þokkalega sáttur af velli, smá svekktur samt.

Búið í ár...

...mögulega segjum við þetta bara gott.

Engin ummæli: