Styttist í sólarlandaferðin. Ekki annað hægt en að yfirfara sundfatamál fjölskyldunnar. Það var farin frekar hefðbundin leið með drengina, Logi Snær fékk gamlar sundbuxur af Ísaki Mána og Ísak Máni fékk gamlar buxur af Jökli frænda. Þá var hinsvegar komið að okkur hjónaleysunum.
Sigga er búin að vera skoða þetta í einhvern tíma, hefur þrammað í hverja búðina á fætur annarri og mátaði víst ógrynni af þessháttar múnderingum í allskonar stærðum, tegundum, litasamsetningum og útfærslum. Markaðir, almennar íþróttavöruverslanir, sérverslanir með þónokkuð hátt þjónustustig og verðlagið eftir því, allt var skoðað. Endaði loksins með sett sem hún var sátt með og fimm stafa tala dregin af debetkortareikningnum.
En ég? Þrammaði inn í Intersport í dag og rakst á einhverja tilboðsslá af sundbuxum. Einn litur í boði, fann stærð L og hélt þeim upp að mér og fullvissaði mig um að þær myndu örugglega passa. Skundaði á afgreiðslukassann, 1.490 kr og málið dautt. Stundum er ósköp gott að vera einfaldur.
laugardagur, júní 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
He he he :-)
kv,
Gulla
Þetta var bara svo góð bloggfærsla, að ég varð að kvitta fyrir mig:-) Vona að þið eigið eftir að hafa það gott í suðrinu.
Koss og knús frá Maju í Norge
Skrifa ummæli