föstudagur, nóvember 28, 2008

Námshesturinn

Búinn að eyða síðustu dögum í lestur enda var próf handan hornsins. Enn endurnýjaði ég kynnin við hlöðuna og hélt þar til eftir vinnu og um síðustu helgi. Prófið skall svo á núna á miðvikudaginn með tilheyrandi rússíbanareið.

  • Var alveg kominn með upp í kok daginn fyrir próf.
  • leið svo illa nokkrum tímum fyrir prófið, fannst ég ekkert kunna.
  • leið svo vel þegar ég las yfir prófið því mér fannst ég geta þetta vel.
  • leið svo illa þegar maður fór að leysa það því þá var það eitthvað flóknara.
  • leið svo vel þegar ég kom út, sennilega bara af því að það var búið.
  • leið svo illa af því að ég veit ekki hver niðurstaðan verður.

Nú þykist maður vera í einhverri kreppu, eiginhagsmuna sjálfskreppu. Á maður að reyna að kýla eitthvað meira skóladót eftir áramót eða hvað. Reyni að taka allt í reikninginn: kostnaður, gríslíngur hinn III, andleg geðheilsa o.s.frv. Jæja, ég hef tvær vikur til að hugsa þetta, ætli maður sjái ekki fyrst hvort maður hafi leyst þetta próf með mannsæmandi árangri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta reddast

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árangurinn, þetta gerist ekki mikið betra.
Kveðja Inga