þriðjudagur, desember 09, 2008

Voða lítið sniðugt í gangi

Búinn að vera rembast að lenda í einhverju sniðugu en það hefur bara ekkert sniðugt gerst í lengri tíma, svei mér þá. Eitthvað svona sniðugt eins og Tommi frændi lenti í. Þannig ef ykkur vantar eitthvað sniðugt að lesa þá bara lesið þið þetta -HÉR-

Námshesturinn stóðst annars prófið, með nokkrum glans þótt hann segi sjálfur frá. Held að ég skelli mér í einhvern pakka á komandi ári, meira um það síðar. Í takt við það kom markaðslegt gullkorni frá þeim yngri:

Logi Snær: „Pabbi, þegar ég var lítill í maganum á mömmu þá vissi ég ekki að 10-11 væri alltaf opið.“

Það er ljóst að máttur auglýsinga er einhver.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er að segja það... Þessi drengur er algjör snillingur, 10-11 hehehehe