sunnudagur, janúar 18, 2009

Skólinn framundan

Skólaplanið komið og ég get ekki neitað því að það kreistust fram nokkrar svitaperlur út úr ennisholunum þegar ég leit á þetta. Tvisvar í viku strax eftir vinnu plús heimalærdómur og hin geysivinsæla hópavinna. Ég er nú samt „bara“ að taka þessa fjóra kúrsa fram að áramótum en slepp við þessa tvo sem ég er búinn að dunda mér að taka. Ég byrja 18. febrúar og verð frekar sveittur fram í byrjun maí. Þarf svo ekki að mæta aftur fyrr en í lok september fram í byrjun desember en þá ætti þessu að vera lokið ef allt gengur eins og lög gera ráð fyrir.

Ætla að reyna að samnýta eitthvað fæðingarorlofið í takt við þetta allt saman en það verður víst nóg að gera á öllum vígstöðvum. Gat ekki annað en brosað út í annað þegar ýjað var að mér þar sem ég var staddur í Egilshöllinni að horfa á ÍR spila fyrsta leik í Reykjavíkurmótinu í fótbolta, eins og sönnum die-hard-geðsjúklings-fan sæmir, hvort ég væri ekki til í að starfa eitthvað fyrir stjórn knattspyrnudeildar ÍR. Afþakkaði pent en hver veit? Kannski næst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sannur Íslendingur - alltaf nóg að gera alls staðar. En gangi þér bara vel í náminu Davíð minn eins og hingað til.

kv,
Gulla