mánudagur, janúar 12, 2009

Risaleysi í ofurskálinni þetta árið

Allt með ró og spekt hérna megin.

Helgin gekk ágætlega fyrir sig, nema það að Risarnir mínir frá Nýju Jórvíkurskíri létu slá sig út úr keppninni um ofurskálina. Leikurinn þeirra var ekki sýndur í sjónvarpinu svo ég stóð sjálfan mig fylgjast með helstu atburðum leiksins í beinni á netinu. Langt leiddur en það er eitthvað við þetta sport. Ég er því að gera upp við mig hvaða lið ég eigi að styðja á þessum síðustu metrum en ljóst verður að ég mun ekki upplifa eins leik og í fyrra, það var svaðalegt.

Ísak Máni er sem fyrr í fót- og körfuboltanum. Keppti í körfubolta um helgina og við það tækifæri lenti þessi bútur á bandi:



Boðskapur myndbandsins:
Ef þú klikkar á skoti í sókninni þá er ekkert annað að gera en að spretta í vörn, láta ekki bugast og vera ófeiminn að taka aftur skot þegar færi gefst.

Samkvæmt plani eru tveir mánuðir á morgun í litla grís.

Engin ummæli: