miðvikudagur, maí 13, 2009

Allt búið að vera á fullu

Vá hvað tíminn líður, þetta er bara nett rugl. Sem fyrr verður það þannig víst að haustið verður komið áður en maður veit af. En best að missa sig ekki í eitthvað eymd og volæði, frekar bara taka hvern dag og njóta hans í botn og taka sumarið með trompi. Skáldlegur karlinn.

Skólanum lauk í bili 4. maí og boy-o-boy var ég feginn, ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég veit ekki á hvaða lyfjum maður var þegar maður ákvað að vera á fullu í skólanum þegar Þriðji grís átti að mæta á svæðið og mætti á svæðið. Ég var líka alveg að missa það þarna undir lokin þegar skilin á einstaklingsverkefninu og hópverkefninu og síðasta prófið helltist yfir mann eins og sjóðandi álblanda á heitum sumardegi. Skáldlegur karlinn.

Nú er enginn skóli fyrr en 30. september ef ég man rétt þannig að bara chill þangað til. Minnir að ég sé að fara í sumarfrí 15. júní og sé í fríi eitthvað aðeins fram í júlí. Við Ísak Máni á leiðinni til Vestmannaeyja með 6. flokk ÍR í sumar, það verður vonandi bara fjör. Bið bara um þurrt veður takk fyrir. Ekkert skáldlegt við það.

1 ummæli:

Jóhannan sagði...

Eftir skólalok r lífið ljúft sem aldei fyrr.. skáldleg??