fimmtudagur, maí 14, 2009

Keila

Sigga var með saumó í gær, danski leshringurinn er víst vinnuheiti þeirra. Þrír elstu karlkyns meðlimir þessarar fjölskyldu mátu stöðuna þannig að best væri að vera einhversstaðar annarsstaðar á meðan. Í Keiluhöllin í Öskjuhlíð var því haldið en ákveðið að bjóða með þeim ættingja sem ég held að geti státað af hvað glæstustum ferli í þessu sporti.


Logi Snær tók rennuna (eða hvað sem þetta tæki heitir) trausta taki og spilaði með þeim stíl allt kvöldið. Með ágætis árangri. Fyrrverandi Íslandsmeistarinn byrjaði frekar stiðlega og benti á þá staðreynd (oftar en einu sinni) að það væru engar keilubrautir í Namibíu og því væri æfingaleysið að hrjá hana. Engar keilubrautir í Namibíu, þarna er viðskiptahugmynd fyrir einhvern.

Allavega, karlinn tók þetta á lokasprettinum og var sá eini sem náði þriggja stiga skori sem er, fyrir þá sem ekki þekkja, GRÍÐARLEGA góður árangur og ekki á allra færi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá ykkur að skella ykkur í keilu -

fín viðskiptahugmynd, humm

kv,
Gulla

Villi sagði...

Sumir mega greinilega muna sinn fífil fegurri...