þriðjudagur, september 08, 2009
Tímaskekkja?
Ég kom heim í dag og komst að því að þar hafði verið stunduð jólainnpökkun af einhverjum krafti fyrr um daginn. Eitthvað hringsnérist í hausnum á mér og ég leit á klukkuna til að reyna að átta mig á stað og stund. Mun samt örugglega hugsa með þakklæti til þessa dags þegar jólapakkarnir verða allir teknir fram tilbúnir með góðum fyrirvara fyrir jól og ég get afslappaður einbeitt mér að því að innbyrða jólin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mér líst vel á þetta - við Sigga hugsum greinilega á svipuðum nótum.
kv,
Gulla
Skrifa ummæli