mánudagur, febrúar 15, 2010

Smá mont

Ég verð aðeins að monta mig. Vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í með þessu skólabrölti en það gekk svona déskoti vel. Átti ekki alveg von á þessu en er helsáttur.

Tekið af vef Háskólans í Reykjavík, fréttina má sjá með því að smella -HÉR-:

Útskrift úr diplómanámi Opna háskólans

15.2.2010

Föstudaginn 12. febrúar s.l. voru 17 nemendur útskrifaðir úr diplómanámi Opna háskólans. Flestir þessara nemenda hófu nám vorið 2009. Sjö nemendur útskrifuðust úr diplómanámi í markaðsfræði og tíu nemendur úr diplómanámi í verkefnastjórnun sem kennd var í fjarnámi í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands.

Tveir útskriftarnemar fengu bókina Perlur Laxness í verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur,

Davíð Hansson Wíum, diplómanám í markaðsfræði

Einar Jóhannesson, diplómanám í verkefnastjórnun

Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Opna háskólans útskrifaði nemendurna og hvatti þá til að líta á þennan áfanga sem nýtt upphaf.

7 ummæli:

Jóhanna sagði...

Góður !!
Svona á að gera þetta :)

Tommi sagði...

klassi. til hamingju

Inga sagði...

Til hamingju, ekkert smá flottur árangur. Kveðja úr kuldanum í danaveldi

Villi sagði...

Til hamingju með þetta. Ekki nema von þú sért kominn í hátekjuskattþrepið!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!
Erla & fjølskylda

Gulla sagði...

Til hamingju með þennan frábæra árangur

Gunni sagði...

Ippon!
Til hamingju, glæsilegt.