fimmtudagur, júní 17, 2010

17. júní

Tókum hefðbundinn þjóðhátíðardag á þetta. Flott veður og mæting niður í bæ í fyrra fallinu eins og venjan er orðin. Daði Steinn tók lúrinn sinn á þetta á meðan hinir kíktu á hoppukastalana. Almennt dundur fram eftir degi og grillað heima um kvöldið á meðan Mexíkó fíflaði steingelda Frakka á HM. Spurning hvort einhverjir vilji fá Hernandez á bakið á nýju Man Utd treyjurnar í haust.

Tókum annars HM alla leið á þetta og keyptum okkur eitt stykki vuvuzela. Frábært.

Gleymdi samt helv... myndavélinni heima. Ekki nógu gott.

Engin ummæli: