laugardagur, janúar 01, 2011

Þessi áramót

Hinn hefðbundin krumpudagur, 1. janúar ár hvert, íþróttabuxur og fótboltasokkar eru málið á svona dögum. Algjör snilld að það var spilað í ensku úrvalsdeildinni í dag, mér finnst fínt að láta það svona malla yfir daginn án þess þó að maður sé endilega límdur við kassann. Það var aðeins kíkt út í garð, svona bara til að fá örlítið súrefni ofan í mannskapinn.


Vorum í Æsufellinu í gærkvöldi eins og hefð er orðin. Kalkúnn og saltkjöt og baunir eins og fylgir orðið þessari hefð. Þokkalegasta veður, a.m.k. heiðskýrt eins og þarf að vera þennan mikla sprengidag en kuldinn beit ansi hressilega í. Daði Steinn var nokkuð sprækur og þegar þreytan var farin að segja til sín var kappanum komið fyrir undir sæng, svona rétt áður en Skaupið byrjaði, og var svo selfluttur niður í Eyjabakka þegar fjölskyldan yfirgaf samkvæmið. Þar hélt drengurinn svo áfram að sofa, ekki flókið.

Engin ummæli: