Helgin var boltahelgi, aftur. Aðallega körfubolti. Ísak Máni var að keppa á Íslandsmótinu í minnibolta en keppt var í Njarðvík, bæði á laugar- og sunnudeginum. ÍR kom sér í A-riðilinn, meðal þeirra bestu, eftir að hafa sigrað B-riðilinn á síðasta móti. Þetta var það langerfiðasta sem þessir strákar hafa lent í á þessum vetri en þeir stóðu sig samt vel. Unnu Njarðvík og töpuðu fyrir Stjörnunni með einu stigi þar sem úrslitin réðust á vítalínunni þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir af leiknum, það er háspenna-lífshætta líka í þessum bolta. En reglurnar á Íslandsmótinu í þessum flokki segja til um að lið verða að vera skipuð 10 strákum hið minnsta og hver þeirra verður að spila ákveðið mikið. Mér fannst þetta svolítið skrítið fyrst en þegar ég sé þetta í framkvæmd þá finnst mér þetta sniðug regla. Þessari reglu náði Stjarnan ekki að framfylgja og því fær ÍR sigur þar. Það voru hinsvegar engar reglur brotnar þegar þeir töpuðu fyrir Keflavík og KR, klassalið þar á ferð. En það hafðist allavega að halda sér í þessum A-riðli og munu keppa þar í síðasta móti vetrarins seinnipartinn í mars þar sem sigurvegarinn verður krýndur Íslandsmeistari.
Strákurinn stóð sig nokkuð vel, tók sig m.a. til og raðaði niður 4 körfum í 4 sóknum í röð í einum leiknum. Hann er að fíla þetta, sem er gott og ég hef helv... gaman af þessu. Sem er gott.
mánudagur, febrúar 07, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli