föstudagur, maí 20, 2011

Skurðurinn á Loga Snæ

Svona fyrir þá sem hafa læknisfræðilegan áhuga á skurðum og saumum þá lítur þetta svona út. Menn geta klikkað á myndina til að fá þetta í meira návígi en ef sá áhugi er ekki til staðar, jafnvel bara nettur ógeðishrollur, þá bið ég afsökunar á þessu.
Við vorum ekki alveg nógu sátt við hvernig drengurinn var að höndla þetta, eða að höndla þetta ekki öllu heldur svo mamma hans fór með hann aftur til læknisins. Sá hafði nú ekki miklar áhyggjur en skipti um umbúðir á fótunum. Við vonum að þetta fari nú að ganga eitthvað betur, Logi Snær gengur alveg um en það verður að segjast að hann er ekki að fá mörg stig fyrir stíl. Ísaki Mána gengur betur, í bókstaflegri merkingu og nú er svo sem bara að bíða eftir því að saumarnir verði teknir úr þeim, sem verður næsta fimmtudag.

3 ummæli:

Hjúkkan í vestrinu sagði...

Mikið eru barmarnir fallegir.... ég elska svona falleg sár :))))

davíð sagði...

Ekki alveg sú mynd sem ég hef af fallegum börmum en við erum jú öll mismunandi.

Tommi sagði...

Þetta er einstaklega fagmannlega saumað. Fallega gert.