sunnudagur, maí 12, 2013

Í fyrsta sinn á Ítalíu

Fór til Ítalíu í fyrsta skiptið um síðustu helgi.  Vinnuferð, stóri kexbirginn okkar smalaði saman samstarfsaðilum frá nokkrum löndum til skrafs og ráðagerðar.  Einn hluti ferðarinnar tel ég ástæðu í lítinn bloggpistil, sem mun aðallega samanstanda af myndum.  Það var ferð á San Siro til að sjá leik AC Milan taka á móti Torino.  Ég tel mig vera orðinn þokkalega reynslumikinn í að sjá tuðruspark á engilsaxneskri grundu og því var gaman að fá að sjá eins og einn ítalskan leik til samanburður.  Sem stuðningsmaður AS Roma þá gat ég nú farið sultuslakur inn í þetta.  Leikurinn sjálfur var nú ekkert fyrir augað, Balotelli var frekar slakur í leiknum en setti eitt kvikindi undir lokin, reif sig úr treyjunni og þá var málið dautt.

Annars var ég alveg að fíla Ítalíu, ég held að þetta sé skemmtilegur staður til að heimsækja síðar og taka nettan túrista á þetta.

San Siro
Á varamannabekknum hjá AC
Í búningsklefanum
Maður verður að redda sér miðum þarna næst

Byrjunarliðin
El Shaarawy og Balotelli

1 ummæli:

Tommi sagði...

Til hamingju með daginn í gær minn kæri... 38 er ekki neitt marr.