fimmtudagur, ágúst 09, 2018

624-6776

Þá er litli grís hinn síðasti búinn að símavæðast.  Reyndar hefur hann nú verið að dandalast með eitthvað snjalltæki hérna heima við, en í dag fékk hann sitt eigið símanúmer.  Ekki þótt það gáfulegt að smella því símkorti í snjalltækið þannig að það var brugðið á það ráð að versla ódýrt símtæki handa honum.  Fyrir valinu varð Nokia 3310, sem gekk í endurnýjun lífdaga fyrir stuttu síðan og kemur nú með einhverjum meiri fítusum heldur en hérna í den en er áfram old school takkasími.

OK, Ísak var 12 ára, í 7. bekk þegar hann fékk sinn fyrsta síma og Logi Snær var 9 ára, fékk hann í lok sumars áður en hann fór í 4. bekk.  Daði Steinn fékk þó ekki símann þegar hann var 6 ára, eins og ég var farinn að geta mér til um miðað við framþróunina á milli hinna drengjanna en var s.s. á pari við Loga, 9 ára og á leiðinni í 4. bekk.

Þannig týnist tíminn.

Engin ummæli: