Ísak Máni var að spila á KFC mótinu sem Víkingur hélt núna um síðastliðnu helgi. Þeim gekk mjög vel, 3 sigurleikir og eitt jafntefli var afraksturinn gegn ekki ómerkari liðum en KR, Fylki, Grindavík og Þrótti.
Strákurinn stóð sig vel samkvæmt lýsingum frá mömmu hans og ekki lýgur hún. Hann spilaði í marki í fyrsta leiknum og síðan í vörninni eftir það.
Svo er mót um næstu helgi, á sunnudaginn, en þá er vormót KRR í Egilshöllinni. Aldrei frí í þessum bransa en á meðan hann hefur gaman að þessu þá er um að gera að hvetja hann áfram, við hjónaleysin höfum trú á að þetta geri honum bara gott.
þriðjudagur, maí 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Spurning um að fara að drafta hann yfir í Vatnsberana...
Hvað er eiginlega málið með þessa snýtiklúta á hausnum? Hef ekki séð Eið Smára með svoleiðis græju...
Go Ísak Go Ísak Go Ísak
Skrifa ummæli