föstudagur, júlí 21, 2006

3:1 og Manchester skorar...

Logi Snær er algjör snillingur, algjörlega hlutlaust mat, þetta er bara eitthvað sem ég er alltaf að komast betur og betur að. Þegar við erum að leika okkur í fótbolta þá segir hann stundum: "3:1" eins og hann sé að gefa til kynna hver staðan sé, án þess að það sem á undan hefur gengið gefi endilega tilefni til að halda að staðan sé 3:1. Nú er hann farinn að taka þennan frasa á næsta stig. Venjan er þegar hann er búinn að gera stykkin sín í bleyjuna sína þá eru ósköpunum smellt í poka og beint í ruslarennuna hérna fram á gangi. Ekki fyrir löngu fór hann að heimta það að hann fengi sjálfur að henda pokanum í rennuna. Svo tók hann upp á því að stilla sér upp fyrir framan rennuna og segja: "3:1". Þá tekur hann pokann og kastar honum inn í rennuna af öllu afli og segir: "Manchester skorar".

Snilldin í þessu öllu er að hann diggaði þetta trix sjálfur. En þvílíkur snillingur er þessi drengur.

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

Frábær drengur þarna á ferð. Kannski bara upprennandi fótboltstjarna.......

Haraldur sagði...

Það er gott að manchester minnki muninn aðeins en liverpool vinnur sennilega 5:1, en hann er ansi
duglegur að sparka og greinilega liðtækur í körfubolta miðað við taktana, en miðað við hvað hann segir þá ætti hann að halda sig við körfuboltann ef hann ætlar að halda með manutd.