Þurfti að skjótast í Kringluna um daginn. Var á leiðinni út þegar ég rak augun í eina af myndunum sem eru á World Press Photo sýningunni þar. Hafði ekki sýnt þessari sýningu neinn áhuga og veit ekki af hverju ég stoppaði við þessa mynd. Sá ekki alveg hvað var á myndinni þannig að ég færði mig nær. Myndin var af líki Vani Vamuliya sem var 5 ára. Maður hefur séð allskonar hörmungar fréttamyndir utan úr heimi á síðum tímarita og í sjónvarpinu og gleymi seint ömurleikanum sem maður sá í fátækrarhverfunum í Namibíu en af einhverjum ástæðum þá sló þessi mynd mig svona rosalega. Svo þegar ég lét augun reika örlítið til hliðar þar sem ég stóð þarna þá blasti við mér Hagkaup með risastóra útsöluborða og fullt af fólki arkandi um með innkaupapoka. Þeirra helsta vandamál var líklega hvað það ætti að hafa í kvöldmatinn.
Ég fékk þessa furðulega tilfinningu, nánast eins og samviskubit. En samt ekki. En óþægileg var hún.
mánudagur, júlí 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já það er ótrúlegt hvað það er stutt á milli lífsgæða og ömurleika, og svo er fólk að hafa einhverjar áhyggjur af hækkandi bensín verði og öðru rugli. Lífsgæðakapphlaup dauðans má sín lítils gagnvart lífsbaráttuni sjálfri...
Skrifa ummæli