Ok, þetta gengur allt saman. Finnst mér þetta ganga hratt? Nei. Tel ég, svona eftir að hyggja, að þetta sé hins vegar eðlilegur tími? Já.
Þegar við byrjuðum á þessu fannst mér annað ótrúlegt en að þetta yrði nú yfirstaðið á þokkalega skömmum tíma. Ég hef hins vegar komist að því að allt tekur þetta tíma og það eru ótrúlegustu hlutir sem taka ótrúlegastan tíma. Við skulum samt hafa það á hreinu að ég stend ekki sjálfur inn í innsta hring heldur hvílir það óneitanlega aðallega á Siggu og pabba hennar.
Til að gera ljósa verkaskiptinguna eins og daginn í gær þá var dagurinn svona hjá mér annars vegar og Siggu hins vegar:
Ég:
Skreið á fætur um kl. 09:00 þegar drengirnir voru farnir að þrá meiri athygli. Gaf þeim að borða áður en Ísak Máni var gerður klár fyrir fótboltaæfingu. Fór með hann á æfingu og tók Loga Snæ með mér. Notaði tímann meðan Ísak Máni var á æfingu að fara í einhverjar snattferðir, m.a. kaupa meira flísalím. Við Logi fórum svo á æfingarsvæðið hjá ÍR og horfðum á restina af æfingunni hjá Ísaki í góða verðrinu og tókum léttan fótbolta í bland með. Fórum svo heim og dúlluðum okkur aðeins út í garði áður en við fengum okkur að borða. Við Logi smelltum okkur svo í Bónus og keyptu eitt og annað til heimilisins. Síðan fórum við heim, sóttum Ísak Mána og fórum í sund og fengum okkur sjeik að því loknu. Fengum skilaboð um að sækja eitt stykki slípirokk út í bæ. Komum með hann heim og fórum aftur út í garð í meira chill. Smellti mér svo út á svalir, stóð klofvega yfir flísasöginni og skellti nokkrum hamborgurum á grillið. Fjölskyldan henti þeim í andlitið á sér en síðar gerði ég Loga kláran fyrir svefninn svo móðir hans gæti bara hent honum beint inn í rúm því ég þurfti að fara út á stúfana og sinna skyldum mínum vegna stjórnarstarfa fyrir blokkina. Glápti svo á RockStar Supernova og fór alltof seint að sofa.
Sigga:
Klukkan hringdi kl. 08:00. Fékk mér að borða og byrjaði að flísaleggja. Pabbi kom fljótlega eftir hádegi og hjálpaði mér. Hann fór svo aftur heim fyrir kvöldmat. Fór út í 10-11 rétt fyrir kvöldmat og kíkti á sólina. Borðaði og hélt áfram að flísaleggja þangað til ég fór að sofa.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
You're the man
Yeah dúdda mía......
Skrifa ummæli