föstudagur, september 22, 2006

"Ég heiti afi"

Logi Snær er á einhverju furðulegu skeiði núna. Aðalmálið í fataskápnum hjá honum eru gallabuxur og Batman peysur og Batman sokkar. Hvað buxurnar varðar þá gengur hann ekki í neinu nema að hann geti með réttu kallað þær "afabuxur". Til að byrja með voru það aðallega flauelsbuxur, ekki ósvipaðar og þær sem Halli afi hans gengur í en svo fór afinn að láta sjá sig í gallabuxum öðru hvoru og þá snérist minn maður. Núna vill hann bara ganga í gallabuxum og ekki hvaða gallabuxum sem er heldur einum sérstökum sem hann á. Sem getur verið vandamál þegar við erum að gera okkur klára í leikskólann að morgni dags og þessar einu sönnu buxur eru með kvöldmatinn frá deginum áður út um sig allar. Ekki nóg með það að hann heimti þessar einu buxur heldur treður hann svo ótrúlegustu hlutum í vasana og gengur svo um og segir: "Ég heiti afi".

Þessi blessuðu börn...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er greinilega afastrákur enda er afi líka góð fyrirmynd :-)