sunnudagur, október 22, 2006

Lokahóf

Geisp...

Var á lokahófi Vatnsberanna í gærkvöldi. Það var mikil gleði en sú gleði var haldin á Blásteini, eðalpöbb upp í Árbænum sem verður líklega að teljast helstu höfuðstöðvar klúbbsins. Voru veitt hin ýmsu verðlaun, misdjúpstæð en öll með góðum huga. Aðalverðlaunin voru ekki af verri endanum, skítug Fulham treyja með 6 daga gamalli Heiðari Helgusyni svitafýlu sem strákurinn var að spila í sl. mánudag. Tók Bolungarvíkurtröllið Karvel Steindór Pálmason aðalverðlaunin og var hann vel að þeim kominn. Ég fékk það hlutverk á föstudaginn að nálgast treyjuna þar sem skaffarinn, sjálfur Jón Frímann, var kominn með annan fótinn út á sjó. Kostaði það rúnt til höfðustöðva Glitnis til móts við sjálfan Birki Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvarðarins en hann hafði séð um að ferja treyjuna til landsins, með svitafýlunni og alles. Sem geymslumaður verðlaunanna gat ég ekki annað en látið Ísak Mána pósa aðeins með gripinn.





Það fór svo reyndar að þegar ég skrölti heim þá var Logi Snær búinn að æla eitthvað og því var lítið sem ekkert sofið í nótt því hann hélt áfram að skila einhverju. Vona að þetta sé bara eitthvað smáræði sem hverfi jafnfljótt og það kom.

Held að séu myndir af lokahófinu væntalegar á myndasíðunna hans Tomma.

Geisp...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, þetta er allt í vinnslu, verður komið fyrir miðnætti