Móðir hans var ekki alveg að treysta þessu og kom því í kring að snuddurnar færu nú ekki alveg í ruslið heldur upp í skáp, án vitneskju Loga vitaskuld. Svo leið dagurinn án þess að þetta kæmi eitthvað sérstaklega til tals en foreldrarnir voru með smá hnút í maganum vitandi það að eitthvað yrði sagt þegar tími kæmi til að fara að sofa. Mamman var svo heppin að vera stödd á fótboltaæfingu þegar sá tími kom upp svo að pabbinn þurfti að tækla þetta mál.
Það var grátið smá en aðallega vorum við bara litlir í okkur og vissum ekki alveg hvernig við áttum að vera. Drengurinn vildi fá bækur til að hafa í rúminu en vildi svo ekki hafa þær. Hann vildi vatnsglas í rúmið en vildi svo ekki hafa það. Hann vildi svo fá aðra sokka og aðrar buxur en þær sem hann var í. Svo vildi hann fá Buffið sitt til að hafa á hausnum og sagði svo: "Pabbi, þú passar mig".
Nú verður athyglisvert að sjá hvort þetta gengur allt upp og sumardagurinn fyrsti verður alþjóðlegi snudduhættidagurinn í þessari fjölskyldu.
2 ummæli:
Flottur Logi
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, mikið er Logi duglegur, eins og stóri bróðir.
Kveðja, Inga
Skrifa ummæli