laugardagur, apríl 07, 2007

X-factor

Þar sem fjölskyldan er stödd í Grundarfirðinum yfir páskana eins og svo oft áður þá njótum við þess munaðar að geta horft á Stöð 2, nokkuð sem við höfum ekki við hendina í Eyjabakkanum. Fram að deginum í gær gat ég með réttu sagt að ég hafi ekki séð eina einustu mínútu af þessum X-factor þætti sem tók við af Idolinu núna í haust. Að mínu viti hefur líf mitt ekki tekið neina niðurdýfu sökum þessa X-factorsleysis, nema síður sé. En nú sá ég sem sagt eitthvað af þessu í gær sem var lokaþátturinn. Sá reyndar ekkert nema þegar úrslitin voru kynnt.

Eitt orð yfir þetta allt: Kjánahrollur. Djöfull var þetta ömurlega dapurt sjónvarpsefni og Frú Law var alveg glataður kynnir. Kannski stafar þessi viðbrögð mín vegna þess að ég var ekki búinn að sjá neinn þátt af þessu áður og því ekki alveg inn í hlutunum. Held samt ekki.

Vona að menn sjá að sér og hendi þessari karókíþáttagerð út á hafsauga. Það hefur líka sýnt sig að þegar showið er búið þá er enginn heimsfrægð framundan hjá þessu liði sem tekur þátt í þessu. En kannski þarf útlending til að afsanna þessa kenningu, hver veit.

Engin ummæli: