fimmtudagur, júní 14, 2007

Aðeins of seint

Frétt af fótbolta.net:

Framherji Man Utd í raðir Aftureldingar (Staðfest)

Afturelding úr Mosfellsbæ fékk gríðarlegan liðsstyrk í dag þegar enski framherjinn Aaron Burns gekk í raðir félagsins frá Manchester United. Burns hefur leikið með varaliði Manchester United en samningur hans við félagið var að renna út og var ekki endurnýjaður. Burns sem verður tvítugur 8. nóvember næstkomandi náði aldrei að leika með aðalliði Manchester United.

Hann sem er fæddur í Manchester og vakti athygli Manchester United er hann lék með svæðisliðinu Wythenshawe Amateurs í heimabæ sínum þá aðeins tíu ára gamall. Man Utd buðu honum þá sex vikna reynslu samning. Eftir aðeins þrjár af þessum sex vikum bauð Man Utd honum svo samning.

Síðan hefur hann verið hjá Manchester United og leikið með vara og unglingaliðum félagsins. Hann skoraði fyrstu þrennuna fyrir varaliðið í 5-2 sigri á Wigan Athletic í október í fyrrahaust, 2006.

Afturelding hafði verið að leita eftir framherja að undanförnu eftir að þeir seldu hinn efnilega Atla Heimisson á dögunum til ÍBV en Atli hóf feril sinn í Eyjum með því að skora gegn Aftureldingu í bikarleik.

Afturelding leikur í 2. deild þar sem þeir eru í 4. sæti með 7 stig eftir 4 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Magna á Grenivíkurvelli á laugardaginn klukkan 14:00. Burns verður orðinn löglegur í þeim leik en ljóst er að um stórt skref er fyrir hann að fara frá Manchester United í að leika í 2. deildinni á Íslandi.

Auk þess að hjálpa Aftureldingarmönnum í baráttunni um að komast upp í 1. deildina mun Aaron vera leiðbeinandi í Knattspyrnuskóla Aftureldingar í sumar.


Ég veit ég ætlaði ekki að tala meira um leikinn góða á móti Aftureldingu en ég gat bara ekki setið á mér. Af hverju var ekki búið að ganga frá þessu fyrir leikinn gegn Grundarfirði? Það hefðu þá verið góðar líkur á að maður hefði getað sagt að fyrrverandi leikmaður Manchester United hefði skorað hjá manni.

Stærsti leikur ferilsins hefði þar með nálgast nýjar hæðir.

Engin ummæli: