Ég vona að næstu 7 ár verði stórslysalaus hjá Ísak Mána og Daníel Degi sem var hérna í heimsókn áðan. Spegillinn lenti víst aftan á hausnum á Ísaki áður en hann lenti á gólfinu með tilheyrandi sjokki hjá mannskapnum en allir sluppu nú skrámulausir.
Minnir mig óneitanlega á atvik í bernskunni þegar ég braut spegill heima hjá Stebba Páls í Frostaskjólinu þegar við vorum í innanhúsfótbolta þar einu sinni sem oftar. Ég tel mig ekki vera mjög hjátrúafullan aðila en samt var þetta atvik alltaf í undirmeðvitundinni og ég var feginn þegar ég komast að þeirri niðurstöðu að nú væru a.m.k. liðin 7 ár frá atburðinum.
Kannski þetta atvik ýti manni loksins út í það að mála forstofuna og ganginn, minnir að það hafi verið eitt af þeim atriðum sem ég hafði á verkefnalistanum fyrir síðasta sumarfrí. Eitthvað þarf augljóslega að gera.
föstudagur, júní 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli