Logi Snær fer á kostum núna sem fyrr. Hann er farinn að apa ótrúlegustu orð og frasa upp eftir allt og öllu. Núna er hann m.a. farinn að stríða okkur og segir svo "nei, djók" á eftir, ógeðslega fyndinn að honum finnst.
Svo vorum við að borða kvöldmatinn áðan og fréttirnar voru í útvarpinu. Svo heyrði ég allt í einu hann gala upp eftir fréttamanninum: "Verðbólga". Ógeðslega fyndinn að mér fannst. Svo sagði hann bara meðan hann var að borða: "Ég borða bara verðbólgu".
Ég ætti kannski að hafa samband við ráðamenn þjóðarinnar og leggja Loga Snæ fram sem lausn á verðbólgu?
þriðjudagur, júní 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábært, upprennandi hagfræðingur. Nú veit ég hvaða bækur á að gefa honum í jólagjöf héðan í frá...
Skrifa ummæli