Varla annað hægt en að kommenta aðeins á val á bestu knattspyrnukonu ársins á lokahófi KSÍ sem var í gærkvöldi. Það eru leikmenn sem spila í deildinni sem eru með atkvæðisrétt í þessari kosningu.
Með fullri virðingu fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur hjá KR sem var valin best og átti flott tímabil þá get ég bara ekki skilið hvernig hægt var að ganga fram hjá Margréti Láru í þessu kjöri. Hún sló markametið sitt aftur, skoraði 38 mörk í 16 leikjum og er hreinlega í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn í þessari deild. Hólmfríður var t.a.m. ekki einu sinni valin best á lokahófi hjá KR!
Það sem vekur mestu spurningarnar með þetta allt er sú umræða sem kom m.a. fram í þættinum Mín skoðun á X-inu þar sem heyrst hafði að skilaboð gengu leikmanna á milli um að kjósa ekki Margréti Láru, umræða sem þjálfari Vals hafði heyrt af. Það var þó að heyra að menn trúðu hreinlega ekki að þetta væri eitthvað sem yrði að veruleika.
En þetta er varð að veruleika. Hvað er málið? Öfund? Spurning hvernig er að eiga svona verðlaun uppi í hillu þar sem þessi skuggi hvílir yfir.
Það er allavega þvílík skítalykt af þessu máli, skítalykt sem meirihluti leikmanna í þessari deild náðu að framkalla.
laugardagur, október 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli