Í allri umræðunni um endurmenntun, símenntun og á-gamals-aldri-menntun þá fór karlinn að hugsa sinn gang, hvort ekki væri óvitlaust að skella sér í eitthvað nám. Ég gerði mér nú reyndar grein fyrir því að ég væri ekki að fara henda mér í allan pakkann, þ.e. minnka við mig vinnu eða jafnvel hætta í vinnunni og skella mér í full-time nám. Maður var líka ekki alveg með á hreinu hvert hugurinn stefndi en eftir að hafa skoðað málið aðeins þá var tekin ákvörðun.
Ég tók ákvörðun um að auka eitthvað við mig í markaðstengdum málum og taka einn kúrs hjá Háskólanum í Reykjavík, Neytendahegðun og markaðssamskipti, varð fyrir valinu. Mér fannst fín hugmynd að prófa að taka svona einn kúrs og sjá hvort maður er eitthvað að fíla þetta og/eða ráða við þetta en það er víst nóg annað að gera því ekki er ég að minnka neitt við mig vinnuna eða önnur verkefni. Þetta er sem sagt kúrs sem er kenndur núna á þessari önn sem er að hefjast. Karlinn sótti um og fékk inn.
Fyrsti skóladagurinn er miðvikudagurinn 16. janúar, eftir vinnu.
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hljómar spennandi og ekki vitlaust að byrja bara á einu fagi
Skrifa ummæli