Karlinn fór á fornar slóðir í dag. Stefnan var sett Háskólasvæðið, þ.e. HÍ, Bóksölu stúdenta nánar tiltekið. Margt breyst síðan ég var þarna síðast á röltinu, Bóksalan komin í nýja húsið sem er eins og krækiber í helvíti þarna á milli aðalbyggingarinnar og íþróttahúsins. Það er enginn 1930 stíll á því eins og hinum húsunum í kring. Allt rosa hipp og kúl, glermilliveggir og opið rými. Bókin reyndist vera hinn vænsti hlunkur og kostaði sitt, 7.000 kall og ber líka gáfulegan titil: Advertising and Promotion: An Integrated Marketing Communications Perspective.
Tók svo stefnuna á HR til að sækja einhvern aðgangspassa sem er víst nauðsynlegur ef maður ætlar að komast eitthvað lengra en inn í kústaskápinn. Auðvitað kostaði það pening, eins og allt annað í þessu blessaða ferli. Fannst líka sterkur leikur að kynna mér aðeins aðstæður, komast að því hvar ég ætti að mæta og svona, svo maður sé ekki að því í einhverju stressi á degi 1.
Kúrsinn er sem sagt að byrja á morgun og það er ekki laust við að það sé smá hnútur í karlinum.
Þetta verður eitthvað.
þriðjudagur, janúar 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey við eigum Kottler !!!! viltu fá hana.... það er víst bíblía markaðsfræðinnar ;)
Ég vildi bara óska þér góðs gengis í náminu þínu og sérstaklega í fyrsta tímanum á eftir.
Kveðja,
Gulla
Skrifa ummæli