sunnudagur, mars 23, 2008

Manchester United - Liverpool 3:0

Maður hafði smá áhyggjur af því að sjá ekki stórleikinn hérna í sveitinni en það var ekki hægt að bregðast knattspyrnuáhugamönnum í bæjarfélaginu og því var Kaffi 59 opið. Við Ísak Máni röltum þarna út og fengum okkur öl og franskar (hann var reyndar bara í vatninu). Manchester vann og allt flott og fallegt með það en við feðgarnir fórum reyndar á kostum þarna, svona okkar á milli.


Mascherano leikmaður Liverpool fékk gult spjald snemma leiks og virtist ekki vera í andlegu jafnvægi eins og nokkrir aðrir leikmenn liðsins. Ég halla mér upp að Ísaki og segi: „Hann fær rautt fyrir hlé, pottþétt.“ Á 44. mínútu fékk kappinn seinna gula spjaldið og þar með rautt.

Ísak toppaði þetta nú samt. Í hálfleik var staðan 1:0 og það mark hafði komið á 34 mínútu. Ísak kom þá með eftirfarandi fullyrðingu í byrjun síðari hálfleik: „Þar sem United skoraði 11 mínútum fyrir hlé mun koma annað mark 11 mínútum fyrir leikslok.“ Og á 79. mínútu, 11 mínútum fyrir leikslok skoraði Ronaldo annað mark United. Nani bætti svo um betur tveimur mínútum seinna og við héldum kátir heim á leið, ógeðslega ánægðir hvað við voru sniðugir og svalir. Næsta stopp var sparkvöllurinn.

Engin ummæli: