sunnudagur, mars 09, 2008

Stefnan sett á sól og sumaryl

Framundan í sumar er sól og sumarylur. Karlinn tók á sig rögg og bókaði fjölskylduna í 2ja vikna ferð til Costa del Sol, þegar íslenska sumarið stendur mögulega sem hæst. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að hverfa af skerinu í þann stutta tíma sem maður á hvað mestan möguleika á að fá sómasamlegt veður, ég er alveg maður í að taka mér frí og fara til útlanda í febrúar, mars eða október, nóvember. En þar sem konan starfar sem kennari og drengirnir eru í skóla og leikskóla þá er ekki mikið annað í boði en að fara til útlanda þegar þau eru í fríi, ef maður ætlar á annað borð til útlanda.

Það verður athyglisvert, þetta er ekkert sem maður hefur stundað í gegnum tíðina. Fór reyndar einu sinni sem gutti á suðrænar slóðir en það var reyndar yfir jól og áramót, ætli það hafi ekki verið árið 1990 eða um það bil. Þá fór maður bara í sundlaugina á meðan beðið var eftir að jólin gengu í garð. Nú verður öðruvísi stemming og við vonum að þetta hið mesta fjör, Ísak Máni er a.m.k. bjartsýnn á að þetta verði bara gaman.

1 ummæli:

erla sagði...

það er fokhelda einbýlishúsið næst, þú ert alveg á réttri leið með að finna þinn innri smáborgara...