fimmtudagur, apríl 10, 2008

Leiðinlegur pistill, aðallega hugsaður fyrir mig að blása út

Þá er maður búinn að tækla prófið. Veit ekki hvað skal segja, á planinu út á bílastæði eftir prófið grét nánast ungur maður út í bíl eftir að hafa uppgötvað að í annarri ritgerðaspurningunni var það sem hann skrifaði um „veiku kenninguna“ átti við um „sterku kenninguna“ og öfugt. Auðvitað vissi ég alveg hvort var hvað en í einhverju stundarbrjálaði þá virðist ég hafa blokkast út og víxlað þessu. Eftir að hafa barið höfðinu það fast í stýrið að ótrúlegt var að loftpúðinn blés ekki út þá reyndi ég að komast heim. Bullet with butterfly wings kom á X-inu og ég blastaði græjurnar (eins mikið og hægt er að tala um að blasta orginal græjur í VW Golf). Náði seinni hálfleiknum á Man Utd - Roma en gat lítið skemmt mér vegna sjálfsvorkunnar. Eftir að hyggja er ómögulegt að segja hvernig þetta helvíti fór. Vonlaust að segja nokkuð um krossana en mér fannst þó að ég væri eitthvað að tengja þar og stuttu skilgreiningar gengu nokkuð vel. Ritgerðirnar voru s.s. annars vegar víxl dauðans og svo tómt blaður um allt og ekkert. Arrrgggg...

Í Menntaskólanum að Laugarvatni var takmarið 4 til að ná prófinu, í raun 3,5. Það var takmarkið þá og gekk ekki alltaf upp, spáið í því að geta ekki tæklað 35% af prófinu! En reyndar var maður staddur í einhverri steypu sem maður hafði hvorki áhuga né getu til árangri. Ég meina eðlisfræði og stærðfræði, hvern var maður að blekkja? Í fjölbraut upp á Skaga var takmarkið 5. Gekk samt betur og allt saman á endanum. Sömu kvaðir á HÍ og sama sagan, gekk allt upp á endanum. Í raun eru enn sömu kröfur í HR en málið var að nú var ég búinn að hækka kröfurnar persónulega á mig. Takmarkið var sett á 7-una og ekkert rugl. Auðvitað spilaði það líka inn í að þótt það væri nóg að fá 5 til að standast áfangann þá er nauðsynlegt að fá 7 ef ég ætla að fá þennan áfanga metin úr „opnum háskóla“ yfir í dagskóla eða HMV (Háskólanám með vinnu). Ekki það að ég ætli eitthvað endilega að nota mér það en það er bara gott að eiga möguleikann inni. 7 er líka bara flott einkunn og ekkert múður með það.

Hvað gæti gerst?
  • Ég næði ekki prófinu og þá er það bara greinilegt, ég hef ekkert í þetta að gera. Því það var ekki eins og ég hafi ekki lesið bókina yfir kennslutímabilið og las svo námsefnið í strimla þarna vikuna fyrir próf.
  • Ég næði prófinu en fengi ekki 7 í áfanganum og gæti þá í alvöru fengið froðufellandi tremmakast yfir víxlverkandi ritgerðaspurningunni minni.
  • Ég næði að klóra mig í prófinu í 6 og með góðri einkunn í síðara hópverkefninu (sem ég er ekki búinn að fá einkunn fyrir) gæti það, mögulega, dregið mig upp í 7.
Ef þetta fer á besta veg þá er ég farinn að hljóma eins og fólkið sem ég tók út fyrir fyrr á námsárunum. Það voru þeir (yfirleitt stelpur) sem komu nánast grátandi út úr prófum vegna þess hve það gekk illa en fengu svo aldrei undir 8.

Búinn að losa út, nú krossa ég bara fingur og vonast eftir því besta.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klapp á bakið og hughreysting. Þú höfur örugglega náð þessu með 7 og þú verður í skýjunum það sem eftir er. Hef trú á þér KOMA SVOOOOOOOOO

Nafnlaus sagði...

Piff, þú áttir bara að einbeita þér að Vatnsberunum og ekki vera að blekkaj sjálfan þig með svona bulli, skóli er fyrir börn hehehehe

nei djók. Þú ert örugglega eins og stelpurnar sem komu vælandi út en fengu svo níu. Ég spái 7.5 fyrir þig.