sunnudagur, maí 11, 2008

Hliðarframkvæmdir á heimilinu

Ég hef ekki yfir miklu að hrósa mér yfir þessa síðustu daga og hef því ákveðið að tala um framkvæmdargleðina hjá konunni. Ekki var verið að tækla mál sem hafa verið lengi á listanum eins og að mála ganginn hjá okkur, leysa speglavandamálið í forstofunni eftir að hluti af þeim brotnuðu o.s.frv. Það er nefnilega þannig að oft þegar þau verkefni sem fyrir liggja er ekki nógu spennandi þá eru einfaldlega búin til ný verkefni sem talin eru meira spennandi.

Nú var farið í það að skreyta aðeins svefnherbergi strákanna með tilheyrandi handavinnu, nokkuð sem sumum á þessu heimili finnst ekki leiðinlegt. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá voru stafirnir á veggnum gerðir áður en Ísak Máni kom í heiminn en núna var ákveðið að poppa þetta aðeins upp.



Ekki á að láta staðar numið hér heldur er búið að leggja drög að næsta verki.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geturðu ekki skilið konuna eftir í Danmörku á leiðinni í fríið í sumar; ég þekki ungan mann sem yrði heldur en ekki ánægður með að fá svona veggskreytingar í herbergið sitt - en foreldrarnir eru alveg vonlausir í öllu svona sem þarf að nota hendurnar í (hins vegar annsi góðir í að rífa niður og brjóta eftir upplifanir síðasta árs).
Kv. úr steikjandi sól og sumaryl. Erla