miðvikudagur, maí 28, 2008

Síðustu dagar

Það er voðalega mikið búið að vera í gangi þessa síðustu daga. Svo mikið að maður hefur ekki náð að smella neinu hérna inn þótt það hafi í raun verið ástæður til þess. Best að súmma þessu bara upp:

Grundarfjörður mætti liði Snæfells í bikarkeppni KSÍ á laugardaginn síðasta, annað árið í röð. Eftir mikið fjör, umdeilda dóma og fjöldann allan af innáskiptingum töpuðum við 4:2. Ekki voru allir liðsmenn Grundarfjarðar sáttir við þetta allt saman sérstaklega í ljósi þess að heimamenn notuðu 5 innáskiptingar í leiknum, nokkuð sem er leyfilegt í 3ju deildinni en ólöglegt í bikarkeppninni þar sem hefðbundnir 3 innáskiptingar eru leyfðar. Eftir miklar umræður manna á milli síðustu daga, var tekin sú ákvörðun um að kæra leikinn til KSÍ, með tilheyrandi skýrslugerð. Ekki er komin niðurstaða úr því máli en ef Grundarfirði verður dæmt í hag þá er ljóst að bikarævintýrinu er ekki lokið þetta árið og næsti leikur næstkomandi þriðjudag í Grundarfirði. Það verður að koma í ljós.

Tveir skemmtilegir punktar við þennan blessaða leik annars. Í fyrsta lagi er formaður Ungmennafélags Grundarfjarðar, þeirra sem eru að kæra lið Snæfells, liðsmaður Snæfells! Þessi formaður missti reyndar af leiknum sökum þess að hann er staddur erlendis og heyrst hefur að hann sé mjög fegin því svo hann þurfi ekki að standa í þessari orrahríð. Reyndar var samdómaálit hlutaðeigenda að hann teljist vanhæfur með öllu og því annarra í stjórninni að skrifa undir kæruna. Hitt atriðið er að ef skýrsla leiksins er skoðuð, t.d. til að fá yfirsýn yfir allar skiptingarnar, sjá þeir sem til þekkja ákveðin tengsl annars þjálfarans og liðsmann í liði hans. Ég veit ekki hvort það telst viðeigandi þegar sannað þykir að þjálfari liðs og leikmaður í liðinu séu að deila rúmi. Það útskýrir kannski byrjunarliðssætið, veit ekki... Fyrir áhugasama má sjá skýrsluna HÉR

Til að toppa þennan furðulega leik þá labbaði ég nánast í flasið á Björk Guðmundsdóttir, söngkonu, við innganginn í íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi. Hversu steikt er það?

Afmælisdagskvöldinu mínu eyddi ég s.s. í kærugerð, frábært alveg eða hitt þó heldur.

Að lokum ætla ég að leggja orð í belg um Júróvisíon keppnina um síðustu helgi. Tyrkneska lagið var langbesta lagið, klárt mál. Held að það hafi lent í 7. sæti.

3 ummæli:

Villi sagði...

Ja, miðað við fjöldann á varamannabekknum þá kannski þarf ekki rúmdeilingar til að komast í byrjunarliðið...

Nafnlaus sagði...

Þetta er doldið flókið dæmi, verð nú að segja það. En gaman að lesa þetta :-)

kv,
Gulla

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Dises kræst... sem betur fer þá áttaði ég mig upphafi að fjallað yrði um fótbolta í þessum pistli... Held þú ættir að taka hana Gullu til fyrir myndar og setja viðvörun i upphafi eins og hún gerði á sínu bloggi...

Ég kann mjög vel við það :)