þriðjudagur, október 07, 2008

Fjármálakreppan

Jæja, viðskiptabankinn minn var víst þjóðnýttur í dag. Eftir atburði gærdagsins kom það nú ekkert sérstaklega á óvart. Í dag er maður sáttur við það að hafa ekki hoppað um borð í rússíbanann og keypt sér raðhús á 90% bankaláni fyrir ári síðan eða svo. Ekkert myntkörfulán á heimilisbílnum og undirritaður hefur ekki verið með yfirdrátt í bankanum í talsverðan tíma. Hlutabréfaviðskipti hafa ekki verið stunduð svo heitið geti. Samt er nettur hnútur í karlinum.

Það er kannski bara best að vera ekkert að safna of mikið af peningum, takmarkið bara að eiga í og á sig og sína en ekki verra að geta nurlað inn nokkrum krónum í hverjum mánuði inn á einhvern viðurkenndan reikning. Manni finnst a.m.k. lágt risið á mörgum í kringum mann, eðlilega kannski ef menn áttu kannski eina milljón eða svo í hlutafé í viðskiptabankanum sínum. Áttu... En hvað er hægt að segja, þetta átti að vera skothelt. En það átti nú DeCode svo sem að vera líka.

Nú er bara að sigla í gegnum þessa lægð. Ég hef engar töfralausnir en gott er samt að byrja með að plögga heyrnatólin og blasta græjurnar, þetta kemur manni alltaf í góðan gír. Ekki margt sem toppar þetta gítarriff.

Engin ummæli: