föstudagur, október 10, 2008

Rússagull

Í ljósi þess að Íslendingar eru orðnir réttdræpir í Bretlandi og Rússar ætla líklega að lána okkur pening í þessu hallæri sem ríkir þá er réttast að hætta þessari ást á breskum fótbolta og fótboltaliðum en snúa sér frekar að því að fylgjast með deildinni í Rússlandi. Þessi Kani sem á Manchester United er hvort sem er búinn að steypa félaginu í skuldafen, sömuleiðis búið að þjóðnýta AIG þarna í henni Ameríku og varla nokkurt lið þarna úti sem vill kaupa Ronaldo á skriljónir eins og stemmingin var í sumar. Það er því óhagstætt að selja en spurning hvort þeir fái Budweiser til að sponsa á næsta ári.

En ég hef ekki áhyggjur af því, vegna þess að núna held ég bara með Spartak Moskvu. Held að það sé best, í takt við það sem er að gerast, að velja bara gamla ríkisliðið þarna.

Engin ummæli: