mánudagur, október 13, 2008

Verkfæri djöfulsins

Ég vældi hérna í byrjun ársins um þessa helv... auðkennislykla. Ég treysti þessum græjum aldrei og rosalega hafði ég rétt fyrir mér.

Ég, sem gjaldkeri stigagangsins, fékk auðkennislykil frá Glitni fyrir húsfélagsreikningnum. Á þessum tíma var ég ekki búinn að virkja hinn auðkennislykilinn sem ég fékk frá Landsbankanum fyrir mínum prívat reikningi. Svo kom að því að ég þurfti að virkja Landsbankalykilinn og í framhaldi notaði ég þann auðkennislykil þegar ég fór á einkabankann minn en hinn lykilinn þegar ég fór inn á reikninginn hjá Glitni.

Þannig gengur þetta þangað til nokkrum dögum fyrir hið almenna bankahrun í landinu. Þá hætti ég að komast inn á Glitnisreikninginn með Glitnisauðkennislyklinum. „Of oft verið slegið inn röngu auðkennisnúmeri og lykillinum hefur nú verið læst bla bla bla...“ Ég fer niður í Glitni og fæ nýtt lykilorð, kem heim en kemst ekki inn á reikninginn. Hringi niður í Glitni og þá fæ ég að heyra að talnakóðinn sem er aftan á lyklinum stemmi ekki við það númer á lyklinum sem er skráð fyrir reikningnum. „Hefur þú eitthvað ruglað auðkennislyklum?“ Uhhh, nei!

Aftur fér ég niður í Glitni, núna umvafinn brjáluðum hluthöfum (eða fyrrverandi hluthöfum) til að fá einhvern botn í þetta. Þar loksins leysist þetta. Glitnisstigagangsreikningurinn var ekki tengdur við Glitnisauðkennislykilinn heldur við persónulega Landsbankaauðkennislykilinn minn. Hvernig stendur á því? Jú auðkennislykillinn er alltaf tengdur við kennitölu umráðamanns og á bak við hverja kennitölu er bara einn auðkennislykill. Þannig að þetta virkar þannig að ég nota Landsbankalykillinn hvort sem ég er að fara inn reikning hjá þeim eða Glitni.

Gott og vel. En ég sat þarna eins og eitt spurningarmerki með þjónustufulltrúann ekki mikið gáfulegri. Hvernig gat ég notað tvo lykla í 7 mánuði ef ég átti bara getað notað einn? Og af hverju fór þetta að klikka á þessum tímapunkti? Engin svör hjá þjónustufulltrúanum, hann gerði bara annan lykillinn upptækan og kvaddi mig.

Auðkennislyklar, smauðkennislyklar...

3 ummæli:

Tommi sagði...

Já, kennum auðkennislyklunum um þetta allt saman

Nafnlaus sagði...

Nkl, um að gera að finna einhvern sökudólg :-)

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

Nkl, um að gera að finna einhvern sökudólg :-)

kv,
Gulla