fimmtudagur, mars 04, 2010

Alvöru sambönd

7:38 Var enn hálfkrumpaður ofan í Cheerios skálinni þegar Ísak Máni, sem er á þessum tímapunkti að taka fréttanetrúntinn sinn fyrir skóla (nba.com og fótbolti.net), kallar á mömmu sína. Ég heyri nú ekki hvað þeim fer á milli en heyri það svo þegar ég er að fara út um dyrnar að hann var að segja mömmu sinni að það væri mynd af henni á fótbolti.net.

8:23 Ég er mættur niður í vinnu, búinn að næla mér í fyrsta kaffibollann og er að opna tölvupóstinn og önnur helstu forrit sem maður þarf til að selja fullt af Cocoa Puffs kúlum. Kíki á fótbolti.net til að sjá herlegheitin, sé að það er verið að auglýsa hið árlega Drottingarmót ÍR, fótboltamót uppgjafa knattspyrnukvenna á óræðum aldri. Myndin sem birtist með fréttinni er frá gullaldarliði ÍR sem tók þátt 2007, þegar Sigga stóð í rammanum. Meðal annarra drottninga sem tóku þátt og voru því vitaskuld á myndinni var Rúna hans Tomma frænda. Fréttina er hægt að sjá -HÉR-

8:25 Mér fannst þetta töff en tók samt nett andvarp og sendi Tomma stuttan tölvupóst sem innihélt það sem ég var að hugsa: Hvenær fáum við mynd af okkur á fótbolti.net?

8:56 Tommi svarar tölvupóstinum og fullyrðir við mig að ég þurfi ekkert að óttast, það muni gerast fyrir helgi.

9:42 Ég kem út af fundi, sé póstinn frá Tomma og er ekki alveg að fatta en spái svo sem ekkert meira í það.

13:07 Tommi sendir mér annan póst með link inn á nýlegri frétt á fótbolti.net og spyr einfaldlega: Sáttur??? Þá frétt er hægt að sjá -HÉR-


Þannig að innan við 4 tímum eftir að ég sendi Tomma tölvupóstinn og 18 fréttum eftir Drottningafréttina var kominn mynd af mér á fótbolti.net.

Þetta heitir að vera með sambönd.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta heitir að vera nett öfundsjúkur út í konuna að vera á fótbolti.net, he, he. Ég var allavega á undan þér, nanana búbú :-)

Nafnlaus sagði...

hehehe, þið eruð ágæt...

Gaui

égþoliekkifótbolta sagði...

Dæs... ég er eigilega með það alveg á kristaltæru að allar fótboltasíður séu bannaðar í minni tölvu sko... þannig ég ætla ekki að freistast til þess að klikka á svona linka. Tek þig bara trúanlegan að hægt sé að sjá myndir af ykkur *englabros*

Tommi sagði...

Hehehehehe góður