Formlegt keppnistímabil hjá Ísaki Mána í körfunni endaði núna um helgina. Loksins á heimavelli og því stutt að fara. Léttgeggjaði pabbinn mætti með tösku fulla af græjum til að taka bæði hreyfimyndir og þessar í hefðbundnari kantinum. Leigði mér linsu (aftur!) svona til að prufa mig áfram en í þetta skipti varð 85mm f/1.8 græja frá Canon fyrir valinu, fyrir þá sem vilja vita.
Eftir upp og ofan árangur í vetur þá duttu úrslitin inn og 3 leikir sem allir unnust. Allir sáttir og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þýðir þetta að menn færast upp um „deild“ og byrja því næsta vetur á þéttari pakka. Sem hlýtur bara að teljast góðar fréttir.
Aðeins af myndunum. Góður slatti af myndum tókst alls ekki. Aðrar voru frambærilegri, tala nú ekki um þegar andstæðingurinn er gamall samherji úr fótboltanum:
Svo voru sumar sem við fyrstu sýn virtust hafa mistekist alveg rosalega en við nánari skoðun höfðu eitthvað við sig:
miðvikudagur, mars 24, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þá er bara að splæsa í eitt stk flickr síðu og dæla inn myndum.
Flottar myndir by the way.
Skrifa ummæli