Lítil dæmisaga úr Breiðholtinu um það hvernig átrúnaðargoð verða til:
Ég og frumburðurinn fórum á körfuboltaleik á föstudaginn, skelltum okkur upp í Grafarvog til að sjá ÍR spila við Fjölnir. Gengi okkar manna verið frekar dapurt í vetur og fyrir þennan þriðja síðasta deildarleik vetursins var ljóst að allt þarf að ganga upp ætli menn sér að skríða inn í úrslitakeppnina og fall í 1. deildina var einnig tölfræðilegur möguleiki.
Klúbburinn hóf tímabilið útlendingslaust en fengu til sín Kana fljótlega eftir áramótin. Sá stóð ekki undir væntingum og var sendur heim fljótlega en nýr var kallaður til. Svo skemmtilega vill til að þjálfari meistaraflokks ÍR er einnig þjálfarinn hans Ísaks Mána og þegar Ísak fór á æfingu ekki fyrir löngu þá tilkynnti þjálfarinn honum að það væri kominn nýr gaur á æfingu. Þessi nýji var sem sagt nýji Kaninn, Robert Jarvis. Ísaki fannst ekki lítið sport að hafa þennan gaur á æfingu þótt hann væri víst bara að hanga þarna. Bauð Ísaki saltkringu þegar hann sat þarna á bekknum en í þann mund sendi þjálfarinn Ísak inná völlinn aftur, maulandi á saltkringlu sem var víst ekki alveg að gera sig. En að geta sagt þessa sögu þegar heim var komið eftir æfingu var alveg priceless.
En aftur að leiknum á föstudaginn, ÍR leiddi megnið af fyrri hálfleik en missti heimamennina framúr sér rétt fyrir hlé. Þeir héldu svo forystunni þangað til í blálokin en með lygilegum lokakafla þar sem við feðgarnir fengum tvær 3ja stiga körfur undir lokin frá saltkringlumanninum snerist dæmið við og eins stigs sigur staðreynd. Síðari þristurinn var flautakarfa takk fyrir.
Syni mínum finnst Robert Jarvis vera snillingur.
sunnudagur, mars 14, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli