þriðjudagur, febrúar 22, 2011
Litlu-jólin í febrúar
Ég fékk snilldarhugmynd, að mér fannst, síðla árs í fyrra þegar ég var í jólagjafapælingum fyrir drengina. Sá mér leik á borði þegar ég frétti að Tinna Rut kæmi frá Kanada yfir á skerið og tæki með sér eins og eina ferðatösku sem mögulega væri hægt að troða einhverju meira í. Ég var búinn að vera að sveima eftir NBA körfuboltabúningum en svoleiðis munaður hefur verið ófáanlegur hérna, a.m.k. í barnastærðum. Ég tók mig því til og pantaði þrjú stykki og lét senda þetta til Tinnu. Lenti reyndar í smáveseni þar sem ein treyjan var ekki til á lager og fór því seinna af stað en hinar og til að gera langa sögu stutta þá náði hún ekki til Tinnu fyrir brottför hennar til Íslands. Ég sat því bara með 2/3 af jólagjöfum drengjanna og ljóst að ekki gæti ég sagt við þann óheppna, sem í þessu tilviki var Logi Snær: „Þín gjöf kemur bara seinna.“ Maður þurfti því að redda einhverju öðru, bíða eftir að Tinna, sem by-the-way er að skora feitt á bestufrænkulistanum, færi aftur til Kanada og sendi mér þá það sem upp á vantaði. Þetta skilaði sér loksins í síðustu viku og allir mjög sáttir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Bræður skulu berjast! Merkilegt að allir séu í sitthvoru liðinu.
Ísak: Cleveland-treyja var ekki alveg nógu mikið djús fannst mér svo ég fann bara einhvern flottan leikmann í flottri treyju í liði sem mér er ekki illa við.
Logi: Hefur alltaf verið hrifinn af Kobe en Miami #6 hefði svo sem líka verið möguleiki.
Daði: Ég ætla að reyna fá þennan á mitt band, var greinilega alltof kærulaus með hina tvo.
Skrifa ummæli