mánudagur, febrúar 20, 2006
Logi Snær 2ja ára í dag
Yngri demanturinn er tveggja ára í dag. Rosalega er þetta fljótt að líða, mér finnst stutt síðan maður var staddur á fæðingardeildinni en það eru sem sagt tvö ár síðan. Var ansi skrautlegt því ljósmóðirin fullyrti á vissum tímapunkti að ég ætti bara að kíkja í næstu sjoppu og fá mér eitthvað að borða því þetta væri nú ekki alveg að fara að gerast. Karlinn röltir út og er á leiðinni í næstu byggingu þegar gemsinn hringir, ljósmóðirin í símanum og tjáir mér að nú sé allt að fara að gerast. Maður snérist náttúrulega bara á punktinum og tók sprettinn til baka. Ekki löngu seinna var lítill Logi mættur í heiminn. Þakka fyrir að ég var ekki að kjamsa á baunasalatsamloku einhversstaðar út í bæ á meðan.
Skilaboð dagsins eru einfaldlega: Njótið þess á meðan blessuð börnin eru svona lítil og sæt, því þessi tími verður farinn áður en við vitum af.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með drenginn litla... Hann er nú ljóshærður eins og uppáhaldsfrænka hans á vestfjörðum. Biðjum öll að heila honum
Kv. frá Súgandagenginu
Við sendum Loga Snæ innilegar hamingjuóskir með 2 ára afmælisdaginn. Kveðja Inga og Gunni
Til hamingju með það. Á svo ekkert að minnast á medalíuna?
Átti í vandræðum með að koma bronstilfinningunni á prent, verð að vísa í síðuna þína og Vatnsberasíðuna fyrir þá sem vilja vita meira.
Skrifa ummæli