þriðjudagur, maí 23, 2006
Tölvuandvarp
15 hundruð fljúgandi flyðrur frá Fáskrúðsfirði. Ef líf mitt væri Tinnabók þá væri stemmingin svona. Skjárinn á fartölvunni hrundi og gripurinn er í viðgerð eins og staðan er í dag, óvíst hvað kemur út úr því. Maður er sem sagt kominn aftur á fornöld, engin tölva og þ.a.l. ekkert netlíf heima hjá mér, árið gæti þess vegna verið 1627. Síðastliðin helgi var bara slæm hjá mér, engin kona og engin tölva. Vona að þetta verði ekki langvarandi ástand, bið til æðri máttarvalda að þetta þýði ekki útgjöld upp á visa rað. Spurning hvenær næsti vitræni pistill komi hingað inn, ef þeir hafa verið vitrænir hingað til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Samúðarkveðjur....
Halló ekkert líf hérna
Hva, virkar ekki gamli kletturinn? Þú hlýtur að geta sent pistla inn í tölvupósti úr honum.
Eitthvað síðan gamli kletturinn neitaði að vakna... Vonandi þarf ég ekki að bíða lengur en fram á mánudag-þriðjudag eftir gripnum, ég er ekki að höndla þetta.
Jæja kominn mánudagur..... Bíð spennt eftir pistli um netlausa daga, kosningar og afmælisdaginn.... Ja og eitthvað fleira kannski
Spurning um ad fjárfesta í Dell
Skrifa ummæli