fimmtudagur, júlí 20, 2006

Enn af salernisherbergismálum

Ok, þetta gengur allt saman. Finnst mér þetta ganga hratt? Nei. Tel ég, svona eftir að hyggja, að þetta sé hins vegar eðlilegur tími? Já.



Þegar við byrjuðum á þessu fannst mér annað ótrúlegt en að þetta yrði nú yfirstaðið á þokkalega skömmum tíma. Ég hef hins vegar komist að því að allt tekur þetta tíma og það eru ótrúlegustu hlutir sem taka ótrúlegastan tíma. Við skulum samt hafa það á hreinu að ég stend ekki sjálfur inn í innsta hring heldur hvílir það óneitanlega aðallega á Siggu og pabba hennar.



Til að gera ljósa verkaskiptinguna eins og daginn í gær þá var dagurinn svona hjá mér annars vegar og Siggu hins vegar:

Ég:

Skreið á fætur um kl. 09:00 þegar drengirnir voru farnir að þrá meiri athygli. Gaf þeim að borða áður en Ísak Máni var gerður klár fyrir fótboltaæfingu. Fór með hann á æfingu og tók Loga Snæ með mér. Notaði tímann meðan Ísak Máni var á æfingu að fara í einhverjar snattferðir, m.a. kaupa meira flísalím. Við Logi fórum svo á æfingarsvæðið hjá ÍR og horfðum á restina af æfingunni hjá Ísaki í góða verðrinu og tókum léttan fótbolta í bland með. Fórum svo heim og dúlluðum okkur aðeins út í garði áður en við fengum okkur að borða. Við Logi smelltum okkur svo í Bónus og keyptu eitt og annað til heimilisins. Síðan fórum við heim, sóttum Ísak Mána og fórum í sund og fengum okkur sjeik að því loknu. Fengum skilaboð um að sækja eitt stykki slípirokk út í bæ. Komum með hann heim og fórum aftur út í garð í meira chill. Smellti mér svo út á svalir, stóð klofvega yfir flísasöginni og skellti nokkrum hamborgurum á grillið. Fjölskyldan henti þeim í andlitið á sér en síðar gerði ég Loga kláran fyrir svefninn svo móðir hans gæti bara hent honum beint inn í rúm því ég þurfti að fara út á stúfana og sinna skyldum mínum vegna stjórnarstarfa fyrir blokkina. Glápti svo á RockStar Supernova og fór alltof seint að sofa.

Sigga:


Klukkan hringdi kl. 08:00. Fékk mér að borða og byrjaði að flísaleggja. Pabbi kom fljótlega eftir hádegi og hjálpaði mér. Hann fór svo aftur heim fyrir kvöldmat. Fór út í 10-11 rétt fyrir kvöldmat og kíkti á sólina. Borðaði og hélt áfram að flísaleggja þangað til ég fór að sofa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

You're the man

Nafnlaus sagði...

Yeah dúdda mía......