miðvikudagur, júlí 05, 2006

Framkvæmdirnar hafnar

Ég veit ekki alveg hvenær við, þ.e. ég og konan, ákváðum að stíga skrefið til fulls og fara af stað í framkvæmdirnar á baðherberginu okkar. Kannski var ég ekki á staðnum. Kannski var þetta um það leyti sem ítalski þjóðsöngurinn hljómaði fyrir þennan magnaða undanúrslitaleik Ítala og Þýskalands en þá var ég staðsettur í Þýskalandi, þótt ég væri hérna heima í stofu. Allavega, Sigga var búin að undirstinga karl föður sinn um að veita þessu verkefni forstöðu. Þannig að í gær var komið til að skoða aðstæður, eftir þá ástandsskoðun litu hlutirnir svona út:



Tæpum sólarhring síðar var staðan svona:



Ég sit hérna í reykmekki og veit ekki neitt. Eða þykist ekki vita neitt. Er annars mjög ánægður að þetta er farið í gang og verð enn ánægaðari þegar þessu verður lokið. Sigga er að fíla svona framkvæmdir upp að vissu marki, ég reyni frekar að velja mér eitthvað annað en að standa inn í svona reykmekki með kíttispaða eins og að fara í sendiferðir eftir vatnslásum o.s.frv. Þetta er s.s. allt farið af stað, gamla baðkarið komið út í Sorpu og nýja verður sótt á morgun. Upphengt klósett verður verslað á morgun og ferð númer 2 í Sorpu, með restarnar af flísunum. Þetta klárast nú ekki alveg á næstu dögum held ég, fer svolítið eftir hjálparhellunni en maður vill nú ekki halda uppi stöðugri pressu enda er sú hella með mörg járn í eldinum. Reyndar voru aðrar hellur líka duglegar eins og sjá má:





Nú koma nokkrir HM lausir dagar og þá verð ég ekki eins mikið í Þýskalandi, maður ætti því vonandi að komast í hóp hjálparhellna.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Davíð minn þú ert kominn í hópinn, það þarf jú einhver að sjá um börnin þegar brotvélin er í gangi og svo er ég í þessum skrifuðu orðum að láta þig gera skítverkin, það er að fara með eitthvað af þessu rusli út úr húsi. Svo er nú gott að hafa þig sem sendil !!!!!!! En mikið er ég fegin að þú ert kominn heim frá Þýskalandi hmmmm.

Nafnlaus sagði...

Hvað ertu að láta hafa þig útí??? gat þetta ekki beðið þangað til eftir 9 júlí??? Hvusslags eiginlega er þetta. Maður þarf náttúrulega að búa sig andlega undir úrslitaleikinn á sunnudaginn og þá má maður ekki vera að hugsa um baðflísar og Gustavsberg... skamm Sigga.

Nafnlaus sagði...

Góð Sigga að stjórna háttvirtum Davíð svona........

Nafnlaus sagði...

Er þá bara látið vaða fram af svölum þessa dagana eða er bara safnað í fötu....?