Fyrsta frétt á Stöð 2 í kvöld var sú að lágvöruverslanirnar á matvörumarkaðinum væru búnar að hækka matvöruverðið hjá sér eitthvað óeðlilega mikið að mati fréttamannanna. Ég ætla nú ekki að hætta mér mikið út í þessa umræðu um virðisaukaskatt á matvæli, ofurtolla eða styrki til bænda en um eitt í þessu máli verð ég samt að tjá mig um.
Fyrir ca. einu og hálfu ári síðan fór mikið verðstríð af stað á þessum markaði eins og kannski menn muna. Voru margir stórir vöruliðir eins og mjólkurvörur, kjöt, bleyjur, morgunkorn o.s.frv. sem voru seldar út með tapi, nokkuð sem getur ekki talist vera góð kaupmennska, a.m.k. ekki til lengdar. Þessi ágæta fréttakona á Stöð 2 talaði sérstaklega um mjólkurlíterinn sem er víst kominn í tæpar 80 kr. út úr búð sem er talsverð hækkun frá því sem mest (eða minnst) var þegar verðstríðið stóð sem hæst. Ég man einmitt eftir þessari umræðu um mjólkina því það er þekkt að MS er ekki mikið að mismuna sínum viðskiptavinum sínum með misundandi afsláttur, einhver ríkislykt af því. Alla vega, það var sömuleiðis þekkt að til að standa sléttur á mjólkinni þarf kaupmaðurinn að selja líterinn út á einhverjar 74-77 krónur. Til að fríska upp á minnið hjá fólki kostaði mjólkin lengi vel 50-60 krónur út úr lágvöruverslun. Það væri gaman að vita hvað margir mjólkurlítrar rata í innkaupakerrur hjá fólki í einni meðalstórri Bónusverslun á degi hverjum. Tapið á þessum eina vörulið yfir nokkra mánaðartímabil var gríðarlegt, fyrir utan allt annað sem menn voru að tapa á.
Það sem ég er að reyna að segja að menn þreytast á að selja hluti með tapi. Nú er komið að skuldardögum, á endanum þurfum við neytendur að borga brúsann. Ef menn hrynja í það með látum verða menn þunnir. Núna erum við í mjólkurþynnku á matvörumarkaðnum.
þriðjudagur, september 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Er ekki bara spurning um að fara að verðleggja mjólkina eftir því hversu mikill rjómi er í mjólkinni eins og þeir gera það hér í danaveldi, létt mjólk kostar 3,95dkk en nýmjólk 5,95dkk
98 krónur á Suðureyri
Hm, á ég að fara að ræða um hagfræði, hvernig verslanir bera tap af ákveðnum vörum til að draga að kúnnana og ná því til baka á öðrum vörum. Æi, nei ég held ég sleppi því - hættur í háskólakennslunni. En ég skal tékka á verðinu á mjólkurlítranum hér í Namibíu, man bara ekki hversu ódýrt hann er seldur hér.
Ég skil það alveg þegar menn smella fram einhverju tilboði á nokkrum vörum sem eru seldar með tapi til að fá fólk inn og reikna með því að græða á heildarinnkaupakörfunni, það meikar alveg sens. En þegar einstaka verslun er farin að tapa á mjólkurvörum, bleyjum, morgunkorni, kaffi, áleggjum, sælgæti, gosi og sjampóbrúsum, allt á sama tíma, það meikar engan sens! Hagfræðin hlýtur að segja okkur það að á endanum fáum við það í hausinn.
Skrifa ummæli