miðvikudagur, janúar 17, 2007

Sveitakonan á mölinni

Fékk tvö símtöl í dag frá dreifbýlistúttunni systir minni sem er stödd í menningunni.

Símtal 1:
Hún var að keyra upp í Breiðholti og var orðin villt en samkvæmt viðbrögðum bílstjóranna sem hún var að mæta þá hélt hún að hún væri á vitlausum vegarhelming og væri að keyra á móti umferðinni.

Símtal 2:
Hún var að fara úr Smáralindinni og yfir í Kringluna og vissi ekki í hvaða átt hún átti að fara.

Hvað getur maður sagt?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún er náttúrulega bara snillingur hún mágkona mín :-)