miðvikudagur, janúar 24, 2007

Meira af sveitakonunni

Bara svona máli mínu til stuðnings hvað síðasta pistil varðaði þá fannst mér réttast að birta hérna færslu af síðunni hennar Jóhönnu. Lifið heil.

Já núna í þessum skrifuðum orðum þá erum við hjónakornin stödd á hótelherbergi við Leicester Square í London. Fyrir utan hótelið okkar er eitthvað voða stórt bíó og þar var einmitt frumsýning í kvöld á myndinni Dreamgirls. Mikið var um að vera í tengslum við þessa frumsýningu sem sagt rauður dregill, fréttamenn myndavélar og allur pakkinn bara, að maður minnist ekki á stjörnurnar sem mættu í fínu fötunum sínum. Jú jú við röltum út til að kikja á herleg heitin og sáum flottar stjörnur vinka okkur eins og td. Kelly Osborne, Beyoncé, Jamie Foxx, Danny Glover, Eddie Murphy, Britney Spears og margar fleiri......

Var ég með myndavél svona til að sanna mál mitt NEEEEEEIIIIIIIIIII !!!!!!!!!!!!!!!!!


Eftirfarandi samtal átti sér stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar föstudaginn 19.janúar

Jóhanna : Elli minn mundiru eftir að taka myndavélina úr bílnum

Elli: Ha nei, átti ég að gera það ?

Jóhanna: Nenniru að skokka eftir henni, við erum nú að fara til London

Elli: Nei eigilega ekki, við erum hvort sem er ekki með hleðslutækið ef á þarf að halda,

Jóhanna: Það er eins gott þá að við sjáum ekki eitthvað magnað

SAMTALI LOKIÐ EN ÓUPPGERT.................. GARG !!!!!!!!!

Engin ummæli: