Frétt sem vakti athygli mína í dag en sagt var frá því í Fréttablaðinu að bandaríska dauðarokkhljómsveitin Cannibal Corpes sé á leiðinni til landsins og muni halda tvenna tónleika á Nasa í sumar. Þetta er fyrsta dauðarokkssveitin til að hljóta platínusölu í heiminum og sömuleiðis fyrstir til að koma dauðarokksplötu á vinsældarlista Billboard Magazine í Bandaríkjunum. Eitthvað af dauðarokksdiskum á maður í safninu en ef einhverjum ástæðum þá aldrei hlustaði ég mikið á þessa karla. Það voru því viss persónuleg vonbrigði að ekki væri á leiðinni eitthvað annað band sem ég hlustaði meira á. Ég myndi væri alveg tilbúinn að sjá t.d. Jo Bench og félaga í Bolt Thrower, þar yrði ég mættur fremstur í röðina.
Fannst nú fyndið með komu Cannibal Corpes er að þeir eru víst að halda tvenna tónleika og þar af eru seinni tónleikarnir fyrir alla aldurshópa. Ég veit ekki. Ég man að þarna í kringum 1990 komu út tveir diskar með þeim, annars vegar Eaten back to life og hins vegar Butchered at birth sem gefa til kynna að þetta séu nú engir KFUM & K söngvar. Coverin á þessum diskum eru líka engan veginn fyrir viðkvæma. Eins og sagði líka í fréttinni að hugmyndaheimur þeirra leitar fanga hjá raðmorðingjum, uppvakningum og hryllingi af öllum toga. Efast því að maður færi mikið með börnin sín á svona tónleika.
Þar sem maður er sem sagt enginn Cannibal Corpes fan þá er réttast að enda þetta bara á Bolt Thrower myndbandi. Lagið Cenotaph af Warmaster disknum sem kom út 1991, gargandi snilld í bókstaflegri merkingu.
laugardagur, febrúar 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ætli Steini Jobba mæti ekki fremstur í röðina.
Annars væri ég meira til í Carcass á klakann.
Skrifa ummæli